Námskeið

Viltu koma skipulagi á hlutina? Hafa allt á einum stað? Skelltu þér á námskeið og lærðu að nota MindManager á árangursríkan hátt. MindManager er hugbúnaður við verkefnastjórnun, skipulagningu, meðhöndlun upplýsinga, skýrslugerð, kynningar, hugarflug og samspil við helstu Microsoft forrit. Námskeiðin eru haldin í samvinnu við Promennt sem hefur áralanga reynslu af námskeiðshaldi í hugbúnaðargeiranum.

Hafðu samband við Verkefnalausnir og við sérsníðum námskeið sem hentar þér og þínum.

Viðfangsefni

Fjallað er um helstu notkunarmöguleika og hagnýtar lausnir MindManager við verkefnastjórnun, skipulagningu, meðhöndlun upplýsinga, skýrslugerð, kynningar, hugarflug og samspil við helstu Microsoft forrit. Einnig verður farið í helstu aðgerðir forritsins sem flokkast undir þróaðri aðgerðir, s.s að vinna með hugarkort og að flytja gögn inn og út úr MindManager í önnur kerfi. Jafnframt munu þátttakendur fá tækifæri til að prófa sig áfram með aðgerðurm sem munu nýtast þeim við störf sín.

Eftir námskeiðið eiga nemendur að vera færir að hefja notkun hugbúnaðarins og kunna skil á helstu notkunarmöguleikum hans.